Blikksmiðurinn hf. hóf starfsemi í maí árið 1985. Aðal starfsemi fyrirtækisins er nýsmíði loftræsikerfa, viðhald loftræsikerfa, smíði á utanhússklæðningum úr áli ásamt allri almennri blikksmíði.

Verkbeiđni

Blikksmiðurinn

Blikksmiðurinn hf. hóf starfsemi í maí árið 1985. Aðal starfsemi fyrirtækisins er nýsmíði loftræsikerfa, viðhald loftræsikerfa, smíði á utanhússklæðningum úr áli ásamt allri almennri blikksmíði. Þá er einnig starfrækt viðhalds- og þjónustudeild sem sérhæfir sig í fyrirbyggjandi viðhaldi og allri þjónustu loftræsikerfa. Hefur sá þáttur farið ört vaxandi undanfarin ár.
Blikksmiðurinn hf. hefur frá byrjun lagt ríka áherslu á að hafa á að skipa hæfu starfsfólki ásamt góðum tækjabúnaði. Fyrirtækið er með á lager allar helstu hluti í loftræsikerfi, þ.m.t. loftræsisamstæður, blásara, hitaelement, rakatæki, kælitæki, hitablásara, loftristar og stjórntæki.

Hjá Blikksmiðnum hf er starfrækt tæknideild sem veitir viðskiptavinum ráðgjöf um hagstæðustu lausnir hverju sinni. Fyrirtækið sérhæfir sig einnig í alverktöku á loftræsikerfum, “turn key” verkefnum og gerir viðskiptavinum föst tilboð í verkefni þeim að kostnaðarlausu.
Blikksmiðurinn hefur í tvígang hlotið viðurkenningu lagnafélags Íslands fyrir vönduð vinnubrögð.