Fréttir

Klárað verk á Suðurlandsbraut

Í samvinnu við ÍAV hefur Blikksmiðurinn unnið að nýju útibúi Íslandsbanka á Suðurlandsbraut í Reykjavík. Verkinu er lokið og hefur verið skilað af sér á undan áætlun.

 

 

Árleg Þorláksmessuveisla

Haldin var árleg veisla hjá Blikksmiðnum á Þorláksmessu, 23.desember. Eftir jólatiltekt komu starfsmenn fyrirtækisins saman og snæddu við langborð sem var uppsett á vinnustaðnum. Á boðstólnum var hangikjöt og meðlæti, pantað frá Höfðakaffi ehf. Möndlugrauturinn var á sínum stað ásamt konfektmolum og í lok veislunnar voru starfsmenn kvaddir með jólagjöf frá fyrirtækinu.

Icelandair Hotel Reykjavík Marina

Frá september hefur Blikksmiðurinn verið að vinna að uppbyggingu loftræstikerfis í nýju hóteli í miðbæ Reykjavíkur, Icelandair Hotel Reykjavík Marina. Framkvæmdin er mikil og flókin þar sem verið er að breyta og innrétta gamla Slipphúsið við Mýrargötu 2-8. Stefnt er á að klára verkið í apríl árið 2012.

Jólahlaðborð í Perlunni

Í lok nóvember fóru starfsmenn Blikksmiðsins, ásamt mökum, á Jólahlaðborð Perlunnar. Hátíðarblær var yfir Perlunni og mikil gleði ríkti meðal starfsmanna. Í boði var fjölbreyttur matur við allra hæfi og allir fóru saddir og sáttir heim.

 

Utanlandsferð til Dublin

Þann 3. nóvember héldu starfsmenn fyrirtækisins í ferðalag til Dublin, höfuðborgar Írlands. Í ferðinni var pöbbarölt og kaffihúsaspjall í fyrirrúmi. Starfsmenn skemmtu sér og nutu frítímanns í góðum félagsskap. Ferðin gekk ljómandi vel í alla staði og margir komu heim með fullar ferðatöskur eftir afkastamiklar verslunarferðir.

Útilega starfsmannafélagsins

Starfsmannafélag Blikksmiðsins hf stóð fyrir útilegu helgina 13-14 ágúst . Þátttaka var góð og fengu ungir sem aldnir að spreyta sig í hinum ýmsum leikjum og uppákomum.

Heiðarskóli Hvalfjarðarströnd

Blikksmiðurinn hf er að ljúka við uppsetningu á loftræstikerfi í nýjum grunnskóla í Leirársveit í samvinnu við Eykt hf.

 

 

Landsbankinn

Landsbankinn hefur samið við Blikksmiðinn hf um endunýjun á loftræstikerfum í bankaútibúum Landsbankans á Eskifirði og Fárskrúðsfirði. Framkvæmdir hefjast um miðjan júlí.

 

 

Vatnsendaskóli

Blikksmiðurinn hf er að hefja uppsetningu á loftræstikerfum í Vatnsendaskóla í Kópavogi.

 

 

Þrifadagur

Hinn árlegi hreinsunradagur Blikksmiðsins var föstudaginn 27. maí. Starfsmen tóku til við að tína rusl, skrúbba og smúla vinnustaðinn að utan sem að innan. Að verki loknu voru dekkuð upp borð í smiðjusalnum og veitingar meðteknar í bæði fljótandi og föstu formi.

BLIKKSMIÐURINN HF. / Malarhöfða 8 / 110 Reykjavík / Sími: 577 2727 / Fax: 577 2737 / Netfang: blikk@blikk.is