Fréttir

Páskafrí og skrifstofa Blikksmiðsins lokuð 24. - 26. apríl 2019

Páskafrí og skrifstofa Blikksmiðsins lokuð 24. - 26. apríl 2019

Venju samkvæmt verður lokað vegna páska fimmtudaginn 18.apríl til mánudagsins 22.apríl. Opnum aftur þriðjudaginn 23.apríl kl.07:30.

Skrifstofa Blikksmiðsins verður lokuð vegna árshátíðar starfsfólks miðvikudaginn 24.apríl og föstudaginn 26.apríl. Opnum aftur mánudaginn 29.apríl kl.08:00.

Framúrskarandi fyrirtæki 2018

Framúrskarandi fyrirtæki 2018

Árið 2018 var einkar viðburðaríkt hjá okkur í Blikksmiðnum hf. Auk annasamra og spennandi verkefna sem við unnum á árinu fengum við viðurkenningu frá Creditinfo hvar var staðfest að við erum í hópi Framúrskarandi fyrirtækja fjórða árið í röð en aðeins 2% íslenskra fyrirtækja uppfylltu þau skilyrði sem til þarf.

Við viljum nota tækifærið og þakka starfsfólki, viðskiptavinum og birgjum kærlega fyrir gott samstarf undanfarin ár. Við félagarnir erum ákaflega þakklátir fyrir þetta og höldum kátir inn í nýtt og spennandi ár.

Jólakveðja

Jólakveðja

Óskum viðskiptavinum okkar, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

Starfsfólk Blikksmiðsins hf

Ný heimasíða komin í loftið!

Ný heimasíða komin í loftið!

Ný heimasíða Blikksmiðsins hf er komin í loftið, með gagnvirku viðmóti fyrir spjaldtölvur og snjallsíma. Markmiðið með nýrri heimasíðu er að einfalda viðmót og bæta aðgengi að upplýsingum í tengslum við starfsemi Blikksmiðsins hf. Við vonum að notendur séu ánægðir með breytinguna.

Öflug rúlluefna- og stokkavél hjá Blikksmiðnum

Öflug rúlluefna- og stokkavél hjá Blikksmiðnum

Blikksmiðurinn hefur tekið í notkun eina öflugustu rúlluefna- og stokkavél, sem til er í landinu. Ávinningur er að geta framleitt loftastokka með sem bestri efnisnýtingu og á sem hagkvæmastan hátt.

Nýr tækjabúnaður setur Blikksmiðinn meðal fremstu fyrirtækja í blikkiðnaði hér á landi og gefur viðskiptavinum kost á betri gæðum en hægt hefur verið að bjóða upp á áður.

Blikksmiðurinn hf. hefur ætíð kappkostað að vera leiðandi í tæknibúnaði fyrir loftræstibúnað og eru þessar rúlluefna- og stokkavélar einn liður í því.

Nýr verkstjóri hjá Blikksmiðnum

Nýr verkstjóri hjá Blikksmiðnum

Hlynur Lind Leifsson, sem hefur um 15 ára starfsreynslu hjá okkur, hefur tekið við starfi verkstjóra í verksmiðju fyrirtækisins. Hlynur hefur stjórnað verkum á verkstað undanfarin ár, en núna stjórnar hann allri starfsemi í verksmiðju Blikksmiðsins.
 
 
 
 
Aukið húsnæði hjá Blikksmiðnum

Aukið húsnæði hjá Blikksmiðnum

Blikksmiðurinn hefur stöðugt verið að stækka það húsnæði sem félagið notar undir starfsemi sína.

Aukið vöruframboð hefur kallað á meira lagerpláss. Blikksmiðurinn hf. hefur aukið vélakost sinn umtalsvert á liðnum árum og samhliða því hefur húsnæði fyrirtækisins verið endurskipulagt.

Töluverð aukning hefur verið á verkefnum og fyrir vikið hefur starfsmannafjöldinn aukist umtalsvert.  

Allt þetta hefur leitt af sér að húsnæðisþörf Blikksmiðsins hf. hefur vaxið umtalsvert. Félagið hefur notið þess að geta stækkað á þeim stað sem það er.   Núna er svo komið að Blikksmiðurinn hefur allt vinnslu-, lager- og skrifstofurými sem er til ráðstöfunar á Malarhöfða 8.

Blikksmiðurinn hf. er framúrskrandi fyrirtæki 2016

Annað árið í röð er Blikksmiðurinn hf. valið sem framúrskarandi fyrirtæki samkvæmt greiningu Creditinfo.

Creditinfo greinir hvaða fyrirtæki, sem skráð eru í hlutafélagaskrá, hafa rekstur sem er til fyrirmyndar. Þau fyrirtæki sem standast kröfur þeirra fá titilinn “framúrskarandi fyrirtæki”. Aðeins 1,7% fyrirtækjanna náðu þeirri stöðu að geta talist framúrskarandi fyrirtæki árið 2016 og er Blikksmiðurinn hf. eitt þeirra.

Starfsfólk Blikksmiðsins hf. er stolt af verkum sínum og tekur við viðurkenningunni með ánægju.

Blikksmiðurinn hf. er framúrskarandi fyrirtæki 2016.

Á myndinni eru þeir Gunnar Linnet, stjórnarformaður, Ágúst Páll Sumarliðason, þjónustustjóri og Guðmundur Jónsson, verkstjóri, með viðurkenninguna.

Blikksmiðurinn er með vottað gæðakerfi

Blikksmiðurinn fékk vottað gæðakerfi í september 2014. Blikksmiðurinn hf. hefur unnið eftir gæðaferlum og gæðakerfi, en fyrirtækið var vottað af ytri aðila í byrjun september s.l. Blikksmiðurinn hf. var stofnaður 1985 og var starfsemin fyrstu árin að Vagnhöfða í Reykjavík, en flutti um miðjan tíunda áratug síðustu aldar að Malarhöfða 8 í Reykjavík. Húnsæði félagsins er mjög rúmgott eftir síðustu stækkun og hefur félagið um 1.600 m2 húsnæði undir starfsemi sína. Blikksmiðurinn hf. er vel tækjum búinn og hefur verið að endurnýja tækjabúnað. Núverandi eigendur Blikksmiðsins hf. eru Karl Hákon Karlsson, framkvæmdastjóri, Valdimar Þorsteinsson verkefnastjóri, Guðmundur Jónsson verkstjóri og Ágúst Páll Sumarliðason þjónustustjóri. Núverandi eigendur keyptu félagið á árunum 2005 og 2007. Blikksmiðurinn hf. hefur átt góðu gengi að fagna og og er nú með um 35 starfsmenn og hefur vaxið á undanförnum árum. Gildi Blikksmiðsins hf eru „Þekking – færni – þjónusta“ og hefur þessum gildum verið gert hátt undir höfði í starfsemi félagsins. Áherslur félagsins eru á almenna blikksmiðavinnu, s.s. nýsmíði loftræstikerfa, viðhald loftræstikerfa, smíði á utanhúsklæðingum. Blikksmiðurinn hf. leggur áherslu á heildarlausnir fyrir viðskiptavini sína og hefur bæði tæknideild og þjónustudeild innan Blikksmiðsins hf. til viðbótar við blikksmiðju.

Stjórnstöð Lýsis

 Blikksmiðurinn er nú á lokaspretti við uppsetningu á loftræstikerfi og stjónbúnaði í stjórnstöð Lýsis, Fiskislóð 5



 
BLIKKSMIÐURINN HF. / Malarhöfða 8 / 110 Reykjavík / Sími: 577 2727 / Fax: 577 2737 / Netfang: blikk@blikk.is