Um okkur

Þekking, færni og þjónusta í yfir 30 ár
Blikksmiðurinn hf. hóf starfsemi í maí árið 1985

Viðurkenningar

Blikksmiðurinn hf. hefur í tvígang hlotið
viðurkenningu lagnafélags Íslands fyrir
vönduð vinnubrögð.

Gæði

Við leggjum ríka áherslu á að hafa á að
skipa hæfu starfsfólki ásamt góðum
tækjabúnaði.
01.

Fyrirtækið

Blikksmiðurinn hf. hóf starfsemi í maí árið 1985. Aðal starfsemi fyrirtækisins er nýsmíði loftræsikerfa, viðhald loftræsikerfa, smíði á utanhússklæðningum úr áli ásamt allri almennri blikksmíði. Þá er einnig starfrækt viðhalds- og þjónustudeild sem sérhæfir sig í fyrirbyggjandi viðhaldi og allri þjónustu loftræsikerfa. Hefur sá þáttur farið ört vaxandi undanfarin ár.

Blikksmiðurinn hf. hefur frá byrjun lagt ríka áherslu á að hafa á að skipa hæfu starfsfólki ásamt góðum tækjabúnaði. Fyrirtækið er með á lager allar helstu hluti í loftræsikerfi, þ.m.t. loftræsisamstæður, blásara, hitaelement, rakatæki, kælitæki, hitablásara, loftristar og stjórntæki.

Hjá Blikksmiðnum hf. er starfrækt tæknideild sem veitir viðskiptavinum ráðgjöf um hagstæðustu lausnir hverju sinni. Fyrirtækið sérhæfir sig einnig í alverktöku á loftræsikerfum, “turn key” verkefnum og gerir viðskiptavinum föst tilboð í verkefni þeim að kostnaðarlausu.

Image
Ágúst Páll Sumarliðason
Ágúst Páll SumarliðasonÞjónustustjóri - Blikksmíðameistariagust(hja)blikk.is
577 2730 / 897 4749
Hrannar Mýrdal Jónsson
Hrannar Mýrdal JónssonDeildarstjóri rafvirkja – Rafiðnfræðingurhrannar(hja)blikk.is
848 3352
Karl H. Karlsson
Karl H. KarlssonFramkvæmdastjóri - Tæknifræðingurkarlh(hja)blikk.is
577 2729 / 892 8379
Arnór Ágústsson
Arnór ÁgústssonVerkstjóri - Blikksmiðurarnor(hja)blikk.is
577 2731 / 865 8296
Valdimar Þorsteinsson
Valdimar ÞorsteinssonVerkefnastjóri - Blikksmíðameistarivaldimar(hja)blikk.is
577 2728 / 899 8202
Hlynur Lind Leifsson
Hlynur Lind LeifssonVerkstjóri - Blikksmiðurhlynur(hja)blikk.is
577 2731 / 860 5509