Direct Vent

Til að geta sinnt viðskiptavinum sínum sem best, hefur Blikksmiðurinn hf ávallt töluvert úrval af tækjabúnaði loftræstikerfi á lager.
Rör og aðrir íhlutir til loftræsilagna. Við höfum ávallt rör, fittings og helstu íhluti til loftræsilagna á lager s.s:

  • Spírórör
  • Spíróbeygjur
  • Lokur
  • Síur
  • Áfellur/söðulstykki
  • Minnkanir
  • Hljóðgildrur
  • Flatsíur og síubox

Einnig er hægt að smíða flest allar stærðir af rörum og fittings með litlum fyrirvara.

Nicotra-Gebhardt

Blikksmiðurinn hf flytur inn blásara frá Nicotra-Gebhardt. 

Á lager eru margar stærðir af miðflóttaaflsblásurum með innbyggðum mótor, bæði einfasa og þriggja fasa, með afköst frá 1200 m3/klst til 8.000 m3/klst.

Einnig eru til á lager miðflóttaaflsblásarar gerðir fyrir reimdrif með afköst frá 6.000 m3/klst til 12.000 m3/klst.

Hægt er að panta bæði plug-fan blásara og miðflóttaaflsblásara gerða fyrir reimdrif með stuttum fyrirvara með afköst upp í 50.000 m3/klst

Systemair

Blikksmiðurinn hf flytur inn margs konar loftræsibúnað frá Systemair sem er fjölþjóðlegt alhliða framleiðslufyrirtæki á sviði loftræsinga. Blikksmiðurinn hf. hefur ávallt eftirfarandi búnað frá Systemair á lager:

  • Rörblásara í stærðum 100 – 315
  • Þakblásara með afköst frá 600 m3/klst til 5.000 m3/klst
  • Hraðastýringar fyrir blásara, bæði einfasa og þriggja fasa. 
  • Loftristar bæði kantaðar og sívalar
  • Ristabox
  • Útsogsventla
  • Mótordrifnar Brunalokur

Hægt er að panta bæði eftirfarandi búnað frá Systemair með stuttum fyrirvara:

  • Loftræsisamstæður 
  • Neistafría blásara í ýmsum útfærslum
  • Stokkblásara kantaða
  • Reykútsogsblásara
  • Útsogsblásara frá eldhúsum
  • Blásara fyrir rannsóknarstofur, sýru- og efnahelda.
  • Brunalokur
  • IRIS Lokur
  • Rafhitara
  • Andyrishitara
  • Flæðilokur

Halton

Blikksmiðurinn hf flytur inn margs konar jaðarbúnað frá Halton sem er fjölþjóðlegt alhliða framleiðslufyrirtæki á sviði loftræsinga, einnig flytur Blikksmiðurinn hf inn útsogsháfa fyrir stóreldhús og búnað tengdan þeim frá Halton.

Hita og kælifletir

Hita-og kælielement eru smíðuð eftir máli hjá Blikksmiðnum hf úr efni frá framleiðandanum Stefani á Ítalíu. Tæknimenn Blikksmiðsins hf sjá um útreikninga og kostnaðaráætlanir á kæli og hitaflötum viðskiptavinum að kostnaðarlausu.

APS Arosio

Blikksmiðurinn hf hefur um langt árabil flutt inn álprófíla frá Arosio á Ítalíu. Undanfarin 20 ár hafa flestar af þeim lofræstisamstæðum sem Blikksmiðurinn hf hefur sett upp, verið smíðaðar úr álprófílum frá APS Arosio. Blikksmiðurinn hf hefur ávallt á lager margar stærðir og gerðir prófíla og alla tilheyrandi fylgihluti sem henta til smíði á öllum stærðum loftræstisamstæða. Blikksmiðurinn hf sérsmíðar einnig spjaldlokur eftir máli úr álprófílum frá APS Arosio. Nánari upplýsingar má finna á :

Kæliblásarar

Blikksmiðurinn hf hefur undanfarin ár flutt inn vatnskælda kæliblásara frá Sabiana á Ítalíu. Kælikassettur eru með innbyggt element og blásara og eru sérhannaðar til að passa í niðurhengd kerfisloft.

Kæliblásararnir geta komið með sjálfvirkum hitastýringum og eru ýmist með fjarstýringu eða vegghitanema. Þeir eru fáanlegir í mismunandi stærðum, með mismunandi kæligetu.

Snjófang

Blikksmiðurinn hf hefur undanfarin ár flutt inn frauðborða frá EMW í Þýskalandi. Þessir borðar hafa verið notaðir í útloftanir á þökum og hvar sem er hætta á að skafrenningur og fjúksnjór komist inn á þök og í útloftanir.

Stjórntæki

Blikksmiðurinn hf hefur á lager helsta stjórnbúnað fyrir loftræsikerfi frá Siemens, bæði stýrivélar ásamt jaðarbúnaði, s.s. hitanemum, vatnslokum, lokumótorum.

MGT Filters

Blikksmiðurinn hf flytur inn margs konar tegundir af síum frá MGT Filters sem er stór framleiðandi af síum og vottaður af Eurovent. Flestar stærðir af flat- og pokasíum eru til á lager í hreinsigráðum, G4, M5, F7 OG H14

Carel - rakatæki

Blikksmiðurinn hf hefur undanfarin ár flutt inn rakatæki frá Carel sem er fjölþjóðlegt fyrirtæki og framleiðir búnað til bæði kælinga og rakabætingar. Nánari upplýsingar má finna heimasíðu Carel ásamt hjá tæknimönnum Blikksmiðsins hf.

Refill - Tech - rakasellur

Blikksmiðurinn hf hefur um langt árabil flutt inn rakaselluefni frá Refill-Tech á Ítalíu. Bæði plastsellur og pappasellur eru að jafnaði til á lager.

Interzon – Ozon tæki

Blikksmiðurinn hf hefur undanfarin ár flutt inn Ozon tæki til fitu og lyktarminnkunar í útsogskerfi frá veitingahúsum frá Interzon í Svíþjóð. Ozoneblönduðu lofti er dælt inní útsogsstokk fyrir aftan fitusíur sem brýtur niður fituagnir. Útkastloft verður hreinna og fituminna þannig brunahætta minnkar verulega, minni þörf verður á þrifum stokka og minni lykt til umhverfis. Þetta eykur endingu blásara ásamt nýtni kerfis. Tæknimenn Blikksmiðsins geta séð um hönnun og ráðgjöf. Blikksmiðurinn hf sér jafnframt um uppsetningu, raftengingu stillingar og allan frágang ásamt því að sjá um viðhald og þjónustu.