Blikksmiðurinn er með vottað gæðakerfi

Blikksmiðurinn fékk vottað gæðakerfi í september 2014. Blikksmiðurinn hf. hefur unnið eftir gæðaferlum og gæðakerfi, en fyrirtækið var vottað af ytri aðila í byrjun september s.l. Blikksmiðurinn hf. var stofnaður 1985 og var starfsemin fyrstu árin að Vagnhöfða í Reykjavík, en flutti um miðjan tíunda áratug síðustu aldar að Malarhöfða 8 í Reykjavík. Húnsæði félagsins er mjög rúmgott eftir síðustu stækkun og hefur félagið um 1.600 m2 húsnæði undir starfsemi sína. Blikksmiðurinn hf. er vel tækjum búinn og hefur verið að endurnýja tækjabúnað. Núverandi eigendur Blikksmiðsins hf. eru Karl Hákon Karlsson, framkvæmdastjóri, Valdimar Þorsteinsson verkefnastjóri, Guðmundur Jónsson verkstjóri og Ágúst Páll Sumarliðason þjónustustjóri. Núverandi eigendur keyptu félagið á árunum 2005 og 2007. Blikksmiðurinn hf. hefur átt góðu gengi að fagna og og er nú með um 35 starfsmenn og hefur vaxið á undanförnum árum. Gildi Blikksmiðsins hf eru „Þekking – færni – þjónusta“ og hefur þessum gildum verið gert hátt undir höfði í starfsemi félagsins. Áherslur félagsins eru á almenna blikksmiðavinnu, s.s. nýsmíði loftræstikerfa, viðhald loftræstikerfa, smíði á utanhúsklæðingum. Blikksmiðurinn hf. leggur áherslu á heildarlausnir fyrir viðskiptavini sína og hefur bæði tæknideild og þjónustudeild innan Blikksmiðsins hf. til viðbótar við blikksmiðju.