Blikksmiðurinn hefur stöðugt verið að stækka það húsnæði sem félagið notar undir starfsemi sína.
Aukið vöruframboð hefur kallað á meira lagerpláss. Blikksmiðurinn hf. hefur aukið vélakost sinn umtalsvert á liðnum árum og samhliða því hefur húsnæði fyrirtækisins verið endurskipulagt.
Töluverð aukning hefur verið á verkefnum og fyrir vikið hefur starfsmannafjöldinn aukist umtalsvert.
Allt þetta hefur leitt af sér að húsnæðisþörf Blikksmiðsins hf. hefur vaxið umtalsvert. Félagið hefur notið þess að geta stækkað á þeim stað sem það er. Núna er svo komið að Blikksmiðurinn hefur allt vinnslu-, lager- og skrifstofurými sem er til ráðstöfunar á Malarhöfða 8.