Öflug rúlluefna- og stokkavél hjá Blikksmiðnum

Öflug rúlluefna- og stokkavél hjá Blikksmiðnum

Blikksmiðurinn hefur tekið í notkun eina öflugustu rúlluefna- og stokkavél, sem til er í landinu. Ávinningur er að geta framleitt loftastokka með sem bestri efnisnýtingu og á sem hagkvæmastan hátt.

Nýr tækjabúnaður setur Blikksmiðinn meðal fremstu fyrirtækja í blikkiðnaði hér á landi og gefur viðskiptavinum kost á betri gæðum en hægt hefur verið að bjóða upp á áður.

Blikksmiðurinn hf. hefur ætíð kappkostað að vera leiðandi í tæknibúnaði fyrir loftræstibúnað og eru þessar rúlluefna- og stokkavélar einn liður í því.