Annað árið í röð er Blikksmiðurinn hf. valið sem framúrskarandi fyrirtæki samkvæmt greiningu Creditinfo.
Creditinfo greinir hvaða fyrirtæki, sem skráð eru í hlutafélagaskrá, hafa rekstur sem er til fyrirmyndar. Þau fyrirtæki sem standast kröfur þeirra fá titilinn “framúrskarandi fyrirtæki”. Aðeins 1,7% fyrirtækjanna náðu þeirri stöðu að geta talist framúrskarandi fyrirtæki árið 2016 og er Blikksmiðurinn hf. eitt þeirra.
Starfsfólk Blikksmiðsins hf. er stolt af verkum sínum og tekur við viðurkenningunni með ánægju.
Blikksmiðurinn hf. er framúrskarandi fyrirtæki 2016.
Á myndinni eru þeir Gunnar Linnet, stjórnarformaður, Ágúst Páll Sumarliðason, þjónustustjóri og Guðmundur Jónsson, verkstjóri, með viðurkenninguna.